Ljóð eftir Yannis Moundelas

Fíll í lausu lofti

Það var fíll sem ákvað einn daginn að sér hentaði ekki að vera fíll og það væri tími til kominn að fljúga og verða fiðrildi. Vitið þið hvers vegna ekkert varð af þessu hjá honum? Það var vegna þess að hann kærði sig ekki um neitt nema hugmynd sína …
Vildi ekki vera áberandi
Vildi ekki sigrast á þyngdaraflinu
Vildi ekki svífa meðal blómanna

Vildi bara einfaldlega verða fiðrildi
og af því varð aldrei …
Þyngdin hélt honum niðri … hann var bara þar
hékk og mændi á hina fílana sem urðu fiðrildi og á tvo hvali sem breyttust í páfugla …
Var enn fíll þegar ellin færðist yfir því hugmynd hans var aldrei neitt nema hugmynd
án birtu
án vængja
sem enginn nema dauðinn gefur honum úr þessu.

Þetta ljóð eftir Yannis Moundelas (Γιάννης Μουνδέλας) er í ljóðasafninu Austerity Measures: The New Greek Poetry (https://www.amazon.com/gp/product/1681371146). Það liggur líka frammi á bloggsíðunni http://ykmt3.blogspot.is/2006/05/.Lokað er fyrir ummæli.