Ljóð eftir William Blake

Tígrisdýrið

Tígur þú sem bálið berð
bjart, um næturskóga ferð;
Hver ódauðlegra upp þig dró,
svo uggvænlega mynd þér bjó?

Hvar á heimsins hinstu slóð
heitust lýsti augnaglóð?
Á hvaða vonarvængjum sveif
völundur sem logann hreif?

Hvaða öxl með ógnarmátt
inn í þig svo grimmt og flátt
með heljarafli hjartað sló
og harðar sinar um það dró?

Hvar ég inni er eldurinn,
afl og smiðja er heila þinn
á hörðum steðja hamra má
í hugann berja slíka vá.

Mun hann er lambi lífið gaf,
þá lýstu stjörnur himnum af
sem lítil tár á lágan stig,
líka hafa skapað þig?

Tígur þú sem bálið berð
bjart, um næturskóga ferð;
Hvaða hönd af dirfsku dró
og dýri slíka ásýnd bjó?Lokað er fyrir ummæli.