Ljóðið Cortège eftir Edwin Arlington Robinson

Sagan segir að Robinson (1869–1935) hafi ort þetta 1890 í heldur úfnu skapi. Hann hafði þá um skeið verið skotinn í Emmu Löehen Shepherd en mátti una því að eldri bróðir hans fengi hennar. Þau hjónakornin fóru frá Maine til nýrra heimkynna í Missouri með lestinni Cortège, en það nafn getur líka merkt röð, skrúðgöngu eða líkfylgd.

Cortège

Klukkan fjögur fær í dag,
fimmtán hundruð mílna veg,
ólmast lagið aldrei svo
endi slögin hrikaleg.

Klukkan fjögur fær í dag,
falið jörðin tveggja ná,
best þau fari og fari strax
í fjarlægð bæði grafa má.

Hefð‘ún dvalið hálfu meir
í heimi væri lítt um sel,
klukkan fjögur fær í dag,
ferðin byrjað gott og vel.

Klukkan fjögur fær í dag,
fólgið ástin þeirra leg
sem að gröf nú fetar fljótt
fimmtán hundruð mílna veg.

Klukkan fjögur fær í dag,
fylgt þau geta tónum seint,
mitt ólma lag í orða stað
allt það tjáð sem verður meint.

Best það gerist bara strax,
byrjað ferðin endanleg
klukkan fjögur fær í dag,
fimmtán hundruð mílna veg.

Á frummálinu

Cortège

Four o’clock this afternoon,
Fifteen hundred miles away:
So it goes, the crazy tune,
So it pounds and hums all day.

Four o’clock this afternoon,
Earth will hide them far away:
Best they go to go so soon,
Best for them the grave to-day.

Had she gone but half so soon,
Half the world had passed away.
Four o’clock this afternoon,
Best for them they go to-day.

Four o’clock this afternoon,
Love will hide them deep, they say;
Love that made the grave so soon,
Fifteen hundred miles away:

Four o’clock this afternoon,
Ah, but they go slow to-day:
Slow to suit my crazy tune,
Past the need of all we say.

Best it came to come so soon,
Best for them they go to-day:
Four o’clock this afternoon,
Fifteen hundred miles away.Lokað er fyrir ummæli.