Ljóð eftir Kiki Dimoula

Kiki Dimoula (Κική Δημουλά) fæddist í Aþenu árið 1931 og býr þar enn eftir því sem ég best veit. Eftirfarandi ljóð er úr bók hennar Grasflöt í gróðurhúsi (Χλόη θερμοκηπίου) sem út kom árið 2005. Það er fyrsta ljóðið í bókinni og ber yfirskriftina Kennslufræðileg efni (Διδακτική Ύλη).

Tími
ég afhendi þér ritgerðina mína
sem er aðallega um þig
enda varst það þú sem færðir hingað
það sem ég er núna.

Mér var fátæktin í blóð borin og tekjurnar
dugðu ekki til að senda mig utan
eftir æðra menntunarleysi. Var bara hér
í leiguhúsnæði í átthagafræði
með lágt til lofts.

Ég var hagsýn
og komst áfram án kennara
og var svona almennt og yfirleitt án
sem er aðferð til að öðlast breiðari menntun.

Frá því sem ég gekk í gegnum verður ekki sagt, engin leið að komast inn í erfiða kaflann
sem heitir „án þýðingar“.
Allt sem var fyrir mér
var án fyrir öðrum.
Þótt ég væri iðin við námið
og full af undrun fékk ég samt bara núll.
Ég bætti einkunnina með því að undrast á ný
án þess að koma orðum að neinu sem er aðferðin þín
tími
svo þú færðir breytingar
samtímis því sem eyddist með öllu
það milda form
sem hlutirnir höfðu
áður en þeir voru lærðir.

Og jafnvel nú
þegar ég eldist með þeirri aðferð að vera án
og skrepp saman og verð rugluð
undrast ég hvað ánin sjálf hafa breyst
þau voru ekki eins oft

hvað dauðinn hefur breyst
það var ekki eins oft

sem hún var svona andheit að minna mig á hann, ástin.

Á frummálinu heitir kvæðið Διδακτική Ύλη og er á þessa leið:

Χρόνε
τὴ διατριβή μου σοῦ ὑποβάλλω
μὲ θέμα της ἐσένα βασικὰ
γιατὶ αὐτὸ ποὺ εἶμαι τώρα
ἐσὺ τὸ ἔφτασες ἐδῶ.

Φτωχοὶ τῆς φύσης μου οἱ πόροι
δὲ μ᾿ ἔστειλε γιὰ ἀνώτερη ἀμάθεια
στὸ ἐξωτερικό. Ἔμεινα ἐδῶ στὸ νοίκι
μιᾶς χαμηλοτάβανης ἐσωτερικῆς
πατριδογνωσίας.

Οἰκονομική
μέθοδο ἄνευ διδασκάλου ἀκολούθησα
καὶ κάθε ἄνευ γενικῶς
ποὺ εἶναι μέθοδος εὐρύτερης μαθήσεως.

Τί τράβηξα δὲ λέγεται ἀδύνατον νὰ μπῶ
στὸ δύσκολο κεφάλαιο
τοῦ «ἄνευ σημασίας».
Ὅ,τι γιὰ μένα εἶχε
ἤτανε ἄνευ γιὰ τοὺς ἄλλους.
Κι ἐνῶ μὲ ἐπιμέλεια ἀποροῦσα
τὸ ἀπορώντας μοῦ ἔβαζε μηδὲν.
Διόρθωνα τὸ βαθμὸ ἐκ νέου ἀπορώντας
μὲ τὴν ἄνευ λόγου μέθοδό σου
χρόνε
νὰ φέρνεις ἀλλαγὲς καὶ ἐν τῶ ἅμα
νὰ παίρνεις πίσω σβήνοντας ὁλότελα
τὴν προηγούμενη τὴν ἤπια μορφὴ
ποὺ εἴχανε τὰ πράγματα
πρὶν γίνουν σπουδασμένα.

Καὶ τώρα ἀκόμα
μὲ τὴ μέθοδο τοῦ ἄνευ μεγαλώνοντας
σμικρύνομαι σαστίζω ἀπορῶ
πῶς ἄλλαξαν ἀκόμα καὶ τὰ ἄνευ
τόσο συχνὰ δὲν ἦταν

πῶς ἄλλαξε ὁ θάνατος
τόσος συχνὸς δὲν ἦταν

ὅταν ἐνθέρμως μοῦ τὸν σύστησε ἡ ἀγάπη.Lokað er fyrir ummæli.