Ljóð eftir Edwin Arlington Robinson
Sunnudagur, 25. október 2015Ríkharður
Í hvert sinn sem hann kom hér nið‘rá torg
við hversdagsfólkið litum upp til hans:
Dánumaður mestur hér í borg
og mikil var hans reisn og elegans.Við Ríkharð sáum aldrei angur tjá,
hann ávarpaði fólk og hélt sinn veg.
Þótt æðaslátt við enni mætti sjá,
alltaf var hans návist þægileg.Og hann var ríkur – segja má með sann
að sjaldan kóngar eigi þvílíkt fé –
og hvað við vildum vera eins og hann
sem veröldin lét slíka auðnu í té.Við máttum samt við þrældóm, þreytt og köld
þrauka, stundum nærri matarlaus,
en Ríkharður eitt kyrrlátt sumarkvöld
kúlu skaut í gegnum eigin haus.