Ljóð eftir Oliver Wendell Holmes

Ég rakst á fíflskaparkvæði eftir Oliver Wendell Holmes (1809–1894) sem mér þótti ekki leiðinlegt. Ég hef reynt að orða meginhugsun þess á íslensku og fer árangurinn hér á eftir.

Eitt sinn kvað ég lítið ljóð
og lúmskt mér vakti glott
sú vissa að flestum fyndist það
feikilega gott.

Það skrýtið var og skemmtilegt
og skondið svo ég hló.
Þótt háttvís sé og hagi mér
úr hlátri næstum dó.

Ég hóaði í húskarl minn,
hann er ekki smár,
væskli mínum vörn og skjól,
vaskur bæði og knár.

„Færðu þessi fínu skrif
nú fljótt til prentarans
og fyrir túkall þrykkir þau
þumbi sá með glans.“

Hann leit á blaðið, línubút
úr ljóði mínu sá
og hjartanlega hlátur sauð
í húskarlinum þá.

Aðra hending’ er hann las,
andlit skipti um ham
því munnvik upp við eyrnasnepil
öðru megin nam.

Í þriðju línu hlátur hár
hækkar enn og vex,
í þeirri fjórðu af fötum hans
fljúga tölur sex.

Hann áfram las og afarmennið
engjast sá ég þar,
ósjálfbjarga alveg hreint
í átján daga var.

Upp frá þessu árætt hef
ég ekki að slá það met,
en forðast umfram flest að vera
eins fyndinn og ég get.

Á frummálinu heitir kvæðið The Height of the Ridiculous og er á þessa leið:

WROTE some lines once on a time
In wondrous merry mood,
And thought, as usual, men would say
They were exceeding good.

They were so queer, so very queer,
I laughed as I would die;
Albeit, in the general way,
A sober man am I.

I called my servant, and he came;
How kind it was of him
To mind a slender man like me,
He of the mighty limb.

“These to the printer,” I exclaimed,
And, in my humorous way,
I added (as a trifling jest,)
“There ’ll be the devil to pay.”

He took the paper, and I watched,
And saw him peep within;
At the first line he read, his face
Was all upon the grin.

He read the next; the grin grew broad,
And shot from ear to ear;
He read the third; a chuckling noise
I now began to hear.

The fourth; he broke into a roar;
The fifth; his waistband split;
The sixth; he burst five buttons off,
And tumbled in a fit.

Ten days and nights, with sleepless eye,
I watched that wretched man,
And since, I never dare to write
As funny as I can.Lokað er fyrir ummæli.