Ljóð eftir John Keats

Enska skáldið John Keats (1795 – 1821) er oft nefndur í sömu andrá og Byron (1788 – 1824) og Shelley (1792 – 1822) og þeir þrír taldir höfuðskáld enskrar rómantíkur.

Keats var skammlífastur þeirra allra. Hann dó úr berklum 25 ára gamall.

Með þekktustu ljóðum hans er kvæðið um stúlkuna fögru og miskunnarlausu (La belle dame sans mercy). Nafn sitt dregur ljóðið af frönsku kvæði frá 15. öld eftir Alain Chartier.

Þegar Keats orti þetta árið 1819 vissi hann af berklaveikinni og sem dró hann til dauða tveim árum seinna. Kannski er kvæðið öðrum þræði um sjúkdóminn. Kannski um stúlkuna Fanny Brawne. Kannski er þetta fyrst og fremst rómantísk útlegging á þjóðsagnaminni.

La belle dame sans mercy
Við hvaða raunir riddari
sem reikar daufur máttu þreyja?
Fölnuð er á flæði stör
og fuglar þegja.

Við hvaða raunir riddari
sem ristur kvölum fetar veginn?
Íkorninn á æti nóg
og akur sleginn.

Heit og litverp liljubrá
hve lauga daggir blómgun slíka,
á sjúkum vanga er sóttin rós
og sölnar líka.

Álfabarn á engi leit,
yngismeyjar fundi náði,
hún yfir leið með eitthvað villt
í augnaráði.

Batt ég henni blómasveig
og bjó til skart með ilmi þýðum.
Hún á mig leit með ástarsvip
og ómi blíðum.

Ég hóf‘ana upp á hestinn minn,
sem hljóp á skeið með okkur bæði,
hún heillaði mig heilan dag,
söng huldukvæði.

Mér hunang gaf og himnadögg,
höfga rót með sætu bragði,
og orð sem þýddu „ann ég þér“
hún einnig sagði.

Hún inn mig leiddi í álfarann
með augun villt og trega stórum,
ég lukti þeim og kyssti hvarm
með kossum fjórum.

Þar svæfði hún mig við mjúkan barm,
meinleg örlög draumar töldu
mér vís og síðan vakað hef
í veðri köldu.

Kónga og her sá föla í för
þeir fölir æptu á dauðans valdi:
„La belle dame sans merci á þig
sem þræl í haldi.“

Í rökkri varir svangar sá,
þær sýndu ógn með gapi kvöldu,
ég vaknaði og var þá hér
í veðri köldu.

Út af því ég aleinn hér
áfram reika‘og daufur þreyi,
þó fölnuð sé á flæði stör
og fuglar þegi.

Á frummálinu er kvæðið svona:

O what can ail thee, knight-at-arms,
Alone and palely loitering?
The sedge has withered from the lake,
And no birds sing.

O what can ail thee, knight-at-arms,
So haggard and so woe-begone?
The squirrel’s granary is full,
And the harvest’s done.

I see a lily on thy brow,
With anguish moist and fever-dew,
And on thy cheeks a fading rose
Fast withereth too.

I met a lady in the meads,
Full beautiful—a faery’s child,
Her hair was long, her foot was light,
And her eyes were wild.

I made a garland for her head,
And bracelets too, and fragrant zone;
She looked at me as she did love,
And made sweet moan.

I set her on my pacing steed,
And nothing else saw all day long,
For sidelong would she bend, and sing
A faery’s song.

She found me roots of relish sweet,
And honey wild, and manna-dew,
And sure in language strange she said—
‘I love thee true’.

She took me to her Elfin grot,
And there she wept and sighed full sore,
And there I shut her wild wild eyes
With kisses four.

And there she lullèd me asleep,
And there I dreamed—Ah! woe betide!—
The latest dream I ever dreamt
On the cold hill side.

I saw pale kings and princes too,
Pale warriors, death-pale were they all;
They cried—‘La Belle Dame sans Merci
Hath thee in thrall!’

I saw their starved lips in the gloam,
With horrid warning gapèd wide,
And I awoke and found me here,
On the cold hill’s side.

And this is why I sojourn here,
Alone and palely loitering,
Though the sedge is withered from the lake,
And no birds sing.Lokað er fyrir ummæli.