Ljóð eftir Edwin Arlington Robinson

Edwin Arlington Robinson orti frægt kvæði um Miniver Cheevy vestur í Ameríku fyrir rúmlega hundrað árum. Ef Miniver hefði verið íslenskur þá hefði hann kannski heitið Mangi Hró og kvæðið verið einhvern veginn svona:

Af skömm og mæðu Mangi Hró
magur grét og blés í kaunin,
að vera á dögum þótti þó
þyngsta raunin.

Mangi unni eldri tíð,
ef hann leit á brynjur glansa,
vakra fáka, vopn og stríð
vildi hann dansa.

Yfir því sem ei var til
andvarpaði og lét sig dreyma.
Kunni á fornum fræðum skil
og fann sig heima.

Sakna kvaðst hann Kamelot
kappa Tróju og refilþjóða,
ljóða- seiddi hann langt í brott
lýran góða.

Sækti ef gæti hann sollinn í,
en syndir litlar drýgja náði,
þó mektarfólkið Medici
mjög hann dáði.

Hversdagsleikinn mæddi mest,
miðaldirnar þráði af hjarta
þá jarla klæddi og jöfra best
járnið bjarta.

Oft í þungum þönkum sat,
þótti dapurt allt sitt gengi,
Mangi Hró því gruflað gat
og gruflað lengi.

Um þann tíma er hann hlaut
örlög sín, allt ljóta brasið,
hóstandi hann heilann braut
og hellti í glasið.

En Miniver var auðvitað ekki íslenskur og kvæðið var í raun og veru svona:

Miniver Cheevy, child of scorn,
Grew lean while he assailed the seasons;
He wept that he was ever born,
And he had reasons.

Miniver loved the days of old
When swords were bright and steeds were prancing;
The vision of a warrior bold
Would set him dancing.

Miniver sighed for what was not,
And dreamed, and rested from his labors;
He dreamed of Thebes and Camelot,
And Priam’s neighbors.

Miniver mourned the ripe renown
That made so many a name so fragrant;
He mourned Romance, now on the town,
And Art, a vagrant.

Miniver loved the Medici,
Albeit he had never seen one;
He would have sinned incessantly
Could he have been one.

Miniver cursed the commonplace
And eyed a khaki suit with loathing;
He missed the medieval grace
Of iron clothing.

Miniver scorned the gold he sought,
But sore annoyed was he without it;
Miniver thought, and thought, and thought,
And thought about it.

Miniver Cheevy, born too late,
Scratched his head and kept on thinking;
Miniver coughed, and called it fate,
And kept on drinking.Lokað er fyrir ummæli.