Ljóð eftir Kavafis

Eftirfarandi ljóð mun Konstantinos P. Kavafis hafa ort árið 1919.  Maðurinn sem segir frá í ljóðinu, Janþis sonur Antóníosar, heitir grísku nafni þó hann sé gyðingur. Hann er tilbúningur Kavafis.

Af Hebreum (50. e. Kr.)

Janþis sonur Antóníosar, listmálari og skáld,
hlaupari og kringlukastari, fagur eins og Endymion.
Úr fjölskyldu sem lét sér annt um samkunduhúsið.

„Dýrmætastir eru mér dagarnir
þegar skynhrifin varða mig engu
og ég hafna strangri fegurð hellenismans
með sitt algera vald
í fullkomlega gerðum útlimum, forengilegum og hvítum.
Og ég verð sá sem ég vil
að eilífu vera: Hebreskur, heilagra Hebrea sonur.“

Mjög andheitur þegar hann sagði: „Að eilífu
vera Hebreskur, heilagra Hebrea –“.

Entist þó ekki sem slíkur.
Gefinn á vald listum og lífsnautnum Alexandríu
sem höfðu hann að sínu eigin barni.

Á frummálinu er ljóðið svona:

Των Εβραίων (50 μ.Χ.)

Ζωγράφος και ποιητής, δρομεύς και δισκοβόλος,
σαν Ενδυμίων έμορφος, ο Ιάνθης Αντωνίου.
Από οικογένειαν φίλην της Συναγωγής.

«Η τιμιότερές μου μέρες είν’ εκείνες
που την αισθητική αναζήτησιν αφίνω,
που εγκαταλείπω τον ωραίο και σκληρόν ελληνισμό,
με την κυρίαρχη προσήλωσι
σε τέλεια καμωμένα και φθαρτά άσπρα μέλη.
Και γένομαι αυτός που θα ήθελα
πάντα να μένω· των Εβραίων, των ιερών Εβραίων, ο υιός.»

Ένθερμη λίαν η δήλωσις του. «Πάντα
να μένω των Εβραίων, των ιερών Εβραίων -»

Όμως δεν έμενε τοιούτος διόλου.
Ο Ηδονισμός κ’ η Τέχνη της Αλεξανδρείας
αφοσιωμένο τους παιδί τον είχαν.Lokað er fyrir ummæli.