Ljóð eftir Gatsos

Ljóðskáldið Níkos Gatsos (Νίκος Γκάτσος) fæddist árið 1911 í Arkadíu á Grikklandi. Ljóðabók hans Amorgos, sem út kom 1943, þótti tíðindum sæta á sinni tíð. Súrrealismi hafði náð nokkurri fótfestu meðal grískra ljóðskálda fyrir stríð en Gatsos tengdi hann bragarháttum og orðfæri úr alþýðlegum skáldskap. Með vinsælum söngtextum sem hann orti seinna á ævinni gerði hann súrrealískt myndmál að hluta grískrar alþýðumenningar.

Hér fer á eftir tilraun til að þýða eitt ljóð úr Amorgos. Það er ort undir hætti sem minnir á grísk þjóðkvæði og rímur þar sem hver lína er fimmtán atkvæði.

Inn’í garði gremju og harms, geislar sólar aldrei skína
ormar birtast einir þar, ybba sig með gabb að stjörnum
hestar æxlast eins og grös, upp á mauraþúfum spretta
einnig flæðarmúsamor, mígur sæði, étur fugla.

Inn’í garði gremju og harms, gengur nóttin ei til viðar
laufin öll sem eru þar, aðeins spýja táraflóði
skuggalegur skrattinn hjá, skundar til að ríða hundum
þar sem yfir blakkan brunn, blóði fylltan, hrafnar synda.

Inn’í garði gremju og harms, gljái augans þornað hefur
heilinn fraus í höfuðskel, hjartað orðið var að steini
dauðra froska hold og húð, hanga í tönnum kóngulóar
út af sulti ýla þar, engisprettur draugs hjá fótum.

Inn’í garði gremju og harms, grasið svarta vex í jörðu
en í maí og aðeins þá, eina kvöldstund blær í lofti
léttum fótum leið þar hjá, líkt og hljóðlátt tipl um engi
bára með sinn blíða koss, blæju hvítri skreytt á sænum.

Ef þyrsta skyldi þig í vatn, þá við tökum ský og vindum
ef þú skyldir biðja um brauð, er best við slátrum næturgala
bíddu aðeins augnablik, eftir það mun rúgur skríða
blakkir himnar blika við, blómstra munu kóngaljósin.

Sá ljúfi blær var litla stund, lævirkinn er horfinn sjónum
ásýnd slíka átti maí, upplit mánaljóssins hvíta
léttum fótum leið þar hjá, líkt og hljóðlátt tipl um engi
bára með sinn blíða koss, blæju hvítri skreytt á sænum.

Á frummálinu er ljóðið svona:

Στου πικραμένου την αυλή ήλιος δεν ανατέλλει
Mόνο σκουλήκια βγαίνουνε να κοροϊδέψουν τ'’ άστρα
Mόνο φυτρώνουν άλογα στις μυρμηγκοφωλιές
Kαι νυχτερίδες τρων πουλιά και κατουράνε σπέρμα.

Στου πικραμένου την αυλή δε βασιλεύει η νύχτα
Mόνο ξερνάν οι φυλλωσιές ένα ποτάμι δάκρυα
Όταν περνάει ο διάβολος να καβαλήσει τα σκυλιά
Kαι τα κοράκια κολυμπάν σ’ ένα πηγάδι μ’ αίμα.

Στου πικραμένου την αυλή το μάτι έχει στερέψει
Έχει παγώσει το μυαλό κι έχει η καρδιά πετρώσει
Kρέμονται σάρκες βατραχιών στα δόντια της αράχνης
Σκούζουν ακρίδες νηστικές σε βρυκολάκων πόδια.

Στου πικραμένου την αυλή βγαίνει χορτάρι μαύρο
Mόνο ένα βράδυ του Mαγιού πέρασε ένας αγέρας
Ένα περπάτημα ελαφρύ σα σκίρτημα του κάμπου
Ένα φιλί της θάλασσας της αφροστολισμένης.

Kι αν θα διψάσεις για νερό θα στίψουμε ένα σύννεφο
Kι αν θα πεινάσεις για ψωμί θα σφάξουμε ένα αηδόνι
Mόνο καρτέρει μια στιγμή ν’ ανοίξει ο πικραπήγανος
N’ αστράψει ο μαύρος ουρανός να λουλουδίσει ο φλόμος.

Mα είταν αγέρας κι έφυγε κορυδαλλός κι εχάθη
Eίταν του Mάη το πρόσωπο του φεγγαριού η ασπράδα
Ένα περπάτημα ελαφρύ σα σκίρτημα του κάμπου
Ένα φιλί της θάλασσας της αφροστολισμένης.Lokað er fyrir ummæli.