Söngurinn um Kemal eftir Níkos Gatsos

Nikos Gatsos (Νίκος Γκάτσος) fæddist árið 1911 á Pelópsskaga og dó 1992. Með ljóðabók sinni Amorgos (Αμοργός) markaði hann þáttaskil í módernískri ljóðagerð á grísku með því að tengja saman súrrealisma og efni úr alþýðukveðskap. Hann gat sér líka gott orð fyrir þýðingar á leikritum, m.a. eftir Federico García Lorca, August Strindberg og Eugene O’Neill. Þekktastur er hann þó fyrir mikinn fjölda söngtexta einkum við lög eftir Manos Hgatsiðakis (Μάνος Χατζιδάκις, 1925 – 1994). Söngurinn um Kemal er einn margra texta sem hann samdi við lag eftir þetta vinsæla tónskáld.

Kemal

Heyrið nú söguna um Kemal, ungan prins í Austurlöndum sem var afkomandi Sindbaðs sæfara. Hann hugðist geta breytt gangi heimsins. En beiskur er bikar drottins og dimmt er í sálum mannanna.

Eitt sinn var í Austurlöndum
eymdarlíf og búin snauð,
vatnsból fúl og fólk í böndum,
félaust og það skorti brauð.

Oft í Mósúl og Basara
af auga tár í sandinn hné
þar sem börnin standa og stara
stúrin undir pálmatré.

Konungborinn kappinn heyrði
kveða fólkið dægur löng
um skapadóm sem engu eirði,
óttalega dapran söng.

Að betri dagar bráðum gæfust,
bundinn skyldi endi á neyð,
upp að tímar aðrir hæfust,
Allah sór hann dýran eið.

Spurðu dirfsku drengsins góða
drottinvöld og fyrtust við.
Rak hann fjónum ræsir þjóða
í rándýrsham með grimmdarlið.

Frá Tígris allt að Efrats grundum
illum kjöftum svikarann
hröktu líkir ljótum hundum
lífs að fanga dauðamann.

Rökkum þeim fór víst að vonum,
veiðin tókst þeim illa fans,
snöru vildu herp’að honum,
höfð’ann með til kalífans.

Svarta mjólk á morgni gráum,
myrkur saup hann yfrið nóg,
gálga áður undir háum
andann hinsta sinni dró.

Upp’ann kom að himna hliði
horfin sorg og mæða var,
spurt ég hef með spekt að biði
spámaðurinn kappans þar.

Saman hönd í hönd þeir gengu
í himnarann um skýja grund.
Af stjörnuljósi leiðsögn fengu,
ljúfa fylgd á drottins fund.

Sjálfan Allah Sindbaðs niðji
sá og heyrði alvalds dóm,
hugur mannsins margt þó iðji
mun hans viska tál og hjóm:

„Um veröld er það segin saga
að síst mun enda jarðar neyð,
því járni og eldi alla daga
‘ún áfram ryður sína leið.“

Góða nótt Kemal. Þessi heimur breytist aldrei.
Góða nótt.

Á frummálinu er ljóðið svona:

Κεμάλ

Ακούστε τώρα την ιστορία του Κεμάλ ενός νεαρού πρίγκηπα της Ανατολής, απόγονου του Σεβάχ του θαλασσινού, που νόμισε ότι μπορεί να αλλάξει τον κόσμο. Αλλά πικρές οι βουλές του Αλλάχ και σκοτεινές οι ψυχές των ανθρώπων.

Στης Ανατολής τα μέρη
μια φορά και έναν καιρό
ήταν άδειο το κεμέρι,
μουχλιασμένο το νερό.

Στη Μοσούλη, τη Βασόρα ,
στην παλιά τη χουρμαδιά
πικραμένα κλαίνε τώρα
της ερήμου τα παιδιά.

Κι ένας νέος από σόι
και γενιά βασιλική
αγροικάει το μοιρολόι
και τραβάει κατά εκεί.

Τον κοιτάν οι Βεδουίνοι
με ματιά λυπητερή
κι όρκο στον Αλλάχ τους δίνει,
πως θ’ αλλάξουν οι καιροί.

Σαν ακούσαν οι αρχόντοι
του παιδιού την αφοβιά
ξεκινάν με λύκου δόντι
και με λιονταριού προβιά.

Απ’ τον Τίγρη στον Ευφράτη
κι απ’ τη γη στον ουρανό
κυνηγάν τον αποστάτη
να τον πιάσουν ζωντανό.

Πέφτουν πάνω του τα στίφη,
σαν ακράτητα σκυλιά
και τον πάνε στο χαλίφη
να του βάλει τη θηλιά.

Μαύρο μέλι μαύρο γάλα
ήπιε εκείνο το πρωί
πριν αφήσει στην κρεμάλα
τη στερνή του την πνοή.

Με δυο γέρικες καμήλες
μ’ ένα κόκκινο φαρί
στου παράδεισου τις πύλες
ο προφήτης καρτερεί.

Πάνε τώρα χέρι χέρι
κι είναι γύρω συννεφιά
μα της Δαμασκού τ΄ αστέρι
τους κρατούσε συντροφιά.

Σ’ ένα μήνα σ’ ένα χρόνο
βλέπουν μπρος τους τον Αλλάχ
που απ΄ τον ψηλό του θρόνο
λέει στον άμυαλο Σεβάχ:

«Νικημένο μου ξεφτέρι
δεν αλλάζουν οι καιροί,
με φωτιά και με μαχαίρι
πάντα ο κόσμος προχωρεί»

Καληνύχτα Κεμάλ, αυτός ο κόσμος δε θα αλλάξει ποτέ.
Καληνύχτα.Lokað er fyrir ummæli.