Óður númer 4 úr Αξιον Εστί eftir Elytis

Óður númer 4 úr Verðugt er (Αξιον Εστί) eftir Odysseas Elytis (Οδυσσέας Ελύτης)

Svala ein * og yndi vorsins
aftur til að snúi sól * er æði mikið verk að vinna
þurfa af þeim sem eru dauðir * þúsundir að knýja hjól
þörf er líka lifendanna * að láti þeir í té sitt blóð.

Ó, þú guð minn Yfirsmiður * inn í fjöllin byggt mig hefur
Ó, þú guð minn Yfirsmiður * læstir mig í hafsins faðm!

Maí er heygður * líki liðnu
legstað úti á hafi bjuggu * galdrakarlar gerðu lokað
grafhýsi í djúpum brunni * þar sem allt til hinstu botna
ilma myrkur * ilma hyljir.

Ó, þú guð minn Yfirsmiður * þú ert inn um liljur vorsins
Ó, þú guð minn Yfirsmiður * upprisunnar angan kennir.

Hrærist eins og * sæðisfruma
titri inni í myrkum kviði * minninganna skorkvikindi
skelfilegt í iðrum jarðar * sem köngurvofa kroppar ljósið
birtan skín í flæðarmáli * bliki slær á hafsins flöt.

Ó, þú guð minn Yfirsmiður * girt mig hefur ströndum sævar
Ó, þú guð minn Yfirsmiður * að undirstöðum gafst mér fjöllin!

Upphafsorð ljóðsins vísa trúlega í 7. kafla fyrstu bókar í Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles þar sem segir (í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar) „[Þ]að vorar ekki með einni svölu eða einum blíðskapardegi. Á sama hátt verður maður ekki sæll eða farsæll á einum degi eða skömmum tíma.“ Þessi ummæli Aristótelesar eru þekktari en svo að hægt sé að nefna svölur og vor í sama vísuorði án þess að þau komi lesendum í hug. Það er eins og Elytis neiti því sem Aristóteles heldur fram og þótt það sé ósagt í ljóðinu liggur ef til vill milli línanna að hægt sé að öðlast farsæld á einum degi.

Yfirsmiðurinn (Πρωτομάστορας) vísar í þjóðsögu um brúarsmið í borginni Arta í vestanverðu Grikklandi. Eftir því sem sagan segir átti Yfirsmiðurinn að stjórna brúarbyggingu en á hverri nóttu hrundu undirstöðurnar sem reistar voru daginn áður. Á þessu gekk uns fugl með mannsrödd upplýsti að brúin mundi ekki standa nema Yfirsmiðurinn fórnaði konu sinni. Hún var því grafin lifandi í undirstöðum brúarinnar.

Ég birti áður þýðingu á þessu ljóði í október 2011 en ákvað nú að breyta henni.

Á frummálinu:

Ένα το χελιδόνι * κι η Άνοιξη ακριβή
Για να γυρίσει ο ήλιος * θέλει δουλειά πολλή
Θέλει νεκροί χιλιάδες * να ‘ναι στους Τροχούς
Θέλει κι οι ζωντανοί * να δίνουν το αίμα τους.
 
Θε μου Πρωτομάστορα * μ’ έχτισες μέσα στα βουνά
Θε μου Πρωτομάστορα * μ’ έκλεισες μες στη θάλασσα!
 
Πάρθηκεν από Μάγους * το σώμα του Μαγιού
Το’ χουνε θάψει σ’ ένα * μνήμα του πελάγου
Σ’ ένα βαθύ πηγάδι * το ‘χουνε κλειστό
Μύρισε το σκότα * δι κι όλη η Άβυσσο.
 
Θε μου Πρωτομάστορα * μέσα στις πασχαλιές και Συ
Θε μου Πρωτομάστορα * μύρισες την Ανάσταση!
 
Σάλεψε σαν το σπέρμα * σε μήτρα σκοτεινή
Το φοβερό της μνήμης * έντομο μες στη γη
Κι όπως δαγκώνει αράχνη * δάγκωσε το φως
Έλαμψαν οι γιαλοί * κι όλο το πέλαγος.
 
Θε μου Πρωτομάστορα * μ’ έζωσες τις ακρογιαλιές
Θε μου Πρωτομάστορα * στα βουνά με θεμέλιωσες!  Lokað er fyrir ummæli.