Færslur febrúarmánaðar 2010

Ljóð eftir Jannis Patilis

Laugardagur, 20. febrúar 2010

Gríska ljóðskáldið Jannis Patilis (Γιάννης Πατίλης) fæddist í Aþenu árið 1948. Ljóðið sem hér fer á eftir er úr bók eftir hann sem heitir Spegill skrifarans (Γραφέως κάτοπτρον) og kom út árið 1989.

Ráðist á þögnina

Eins og hvirfilvindur lita er
hvítur svo er þögnin
þeytingur af öllu sem er talað
á þögninni fæst engin greining gerð
né heldur þó að beitt sé mælitækjum
eyðimörk sem inni í öllum býr
þykkur salli er hægur andblær tímans
aldrei nær að blása burt til hlítar
meðan lyftist lítill orðasveimur
með margvíslegt (og stundum ljóðrænt) líki
og hverfist aftur um í annað form
munu sandstrókarnir aldrei setjast
því tíminn – sem að blæs –
er Vitfirringin (og Vitfirringuna
fær ekkert hamið). Við höldum áfram
heimskingjar að tala um þögn
rétt eins og arða af sandi geti nokkuð sagt
um eyðimörk
(er sest hið innra í öllum).

(more…)