Eitt af síðustu ljóðum Kavafis

Eftirfarandi er lengsta ljóð Kavafis og eitt af þeim síðustu sem hann birti.

Myris – Alexandríu 340 e. Kr.

Þegar mér barst sú skelfilega frétt að Myris væri dáinn
fór ég heim til hans þótt ég forðist annars
að koma á heimili kristinna manna,
sérstaklega þegar þeir syrgja eða halda hátíðir.

Ég stóð á ganginum – kærði mig ekki um
að koma lengra inn því ég fann
að ættingjar þess látna horfðu á mig
með furðusvip og augljósri vanþóknun.

Þeir höfðu komið honum fyrir í stóru herbergi
og frá enda gangsins þar sem ég stóð var hægt
að sjá inn í hluta þess, allt lagt dýrum teppum
og pottar og kirnur úr silfri og gulli.

Ég stóð og grét í enda gangsins
og hugsaði um allar samkomur okkar og ferðir,
hvað þær yrðu lítils virði hér eftir, án Myrisar,
og ég hugsaði um að ég sæi hann aldrei framar
á dásamlegu og lostasömu næturgöltri okkar,
fagnandi, hlæjandi og mælandi fram vísur
með fullkominni tilfinningu fyrir hellenskri hrynjandi;
og ég hugsaði um hvað væri að eilífu glatað,
að fegurð hans væri að eilífu glötuð
þess unga manns sem ég tilbað af þvílíkum ofsa.

Rétt hjá mér voru gamlar kerlingar sem töluðu
í hálfum hljóðum um síðustu dagana sem hann lifði –
stöðugt með nafn Krists á vörum
og greiparnar spenntar um krossinn. –
Svo komu fjórir kristnir prestar
inn í herbergið og þuldu bænir
af tilfinningahita og ákölluðu Jesú
eða Maríu (ég veit ekki mikið um trú þeirra).

Við vissum auðvitað að Myris var kristinn.
Okkur var raunar kunnugt um það frá því fyrsta
þegar hann gekk í hóp okkar í hitteðfyrra.
En hann lifði að öllu leyti eins og við,
mesti nautnaseggurinn af okkur öllum;
sóaði peningum sínum óspart í skemmtanir.
Hann lét sig einu gilda hvað fólki fannst
og þegar hópurinn rakst fyrir tilviljun
á fjandsamleg gengi hellti hann sér
af ákafa í óeirðir næturinnar.
Hann talaði aldrei um trú sína.
Reyndar sögðumst við einu sinni
ætla að taka hann með okkur í Serapion.
Ég man það nú að það var eins og honum
líkaði ekki að við værum að gantast með þetta.
Og núna koma tvö önnur skipti líka upp í hugann:
Þegar við færðum Póseidoni dreypifórn
vék hann afsíðis og leit undan;
Þegar einn okkar sagði með ákefð: Megi
félagsskapur okkar njóta verndar og velþóknunar
hins alfagra Apollons – þá hvíslaði Myris
(hinir heyrðu það ekki) „að mér undanskildum.“

Kristnu prestarnir báðu hárri röddu
fyrir sál hins unga manns. –
Ég fylgdist með hve vandlega
og af hvílíkri kostgæfni þeir gættu þess
að fylgja helgisiðum trúar sinnar
þar sem þeir undirbjuggu kristilega útför.
Og ég var skyndilega altekinn kynlegri
tilfinningu. Með óljósum hætti fannst mér
eins og Myris hyrfi úr návist minni;
Mér fannst eins og sá kristni sameinaðist
sínum eigin og ég yrði framandi, algerlega framandi;
Mér þótti líka einhver vafi lykjast um mig:
Hafði ég ef til vill látið blekkjast af ástríðu minni
og alltaf verið honum framandi. –
Ég þaut út úr þessu skelfilega húsi, flýtti mér burt
áður en kristindómur þeirra hrifsaði til sín
og afskræmdi minninguna um Myris.

Serapion var hof sem Ptolemaeus þriðji lét byggja á þriðju öld fyrir Krist. Það var stærst allra grískra helgistaða í Alexandríu og helgað guðinum Serapis sem talinn var verndari borgarinnar.

Á frummálinu:

Μύρης· Αλεξάνδρεια του 340 μ.Χ.

Την συμφορά όταν έμαθα, που ο Μύρης πέθανε,
πήγα στο σπίτι του, μ’όλο που το αποφεύγω
να εισέρχομαι στων Χριστιανών τα σπίτια,
προ πάντων όταν έχουν θλίψεις ή γιορτές.

Στάθηκα σε διάδρομο. Δεν θέλησα
να προχωρήσω πιο εντός, γιατί αντελήφθην
που οι συγγενείς του πεθαμένου μ’ έβλεπαν
με προφανή απορίαν και με δυσαρέσκεια.

Τον είχανε σε μια μεγάλη κάμαρη
που από την άκρην όπου στάθηκα
είδα κομμάτι· όλο τάπητες πολύτιμοι,
και σκεύη εξ αργύρου και χρυσού.

Στέκομουν κ’ έκλαια σε μια άκρη του διαδρόμου.
Και σκέπτομουν που η συγκεντρώσεις μας κ’ η εκδρομές
χωρίς τον Μύρη δεν θ’ αξίζουν πια·
και σκέπτομουν που πια δεν θα τον δω
στα ωραία κι άσεμνα ξενύχτια μας
να χαίρεται, και να γελά, και ν’ απαγγέλλει στίχους
με την τελεία του αίσθησι του ελληνικού ρυθμού·
και σκέπτομουν που έχασα για πάντα
την εμορφιά του, που έχασα για πάντα
τον νέον που λάτρευα παράφορα.

Κάτι γρηές, κοντά μου, χαμηλά μιλούσαν για
την τελευταία μέρα που έζησε -
στα χείλη του διαρκώς τ’ όνομα του Χριστού,
στα χέρια του βαστούσ’ έναν σταυρό. -
Μπήκαν κατόπι μες στην κάμαρη
τέσσαρες Χριστιανοί ιερείς, κ’ έλεγαν προσευχές
ενθέρμως και δεήσεις στον Ιησούν,
ή στην Μαρίαν (δεν ξέρω την θρησκεία του καλά).

Γνωρίζαμε, βεβαίως, που ο Μύρης ήταν Χριστιανός.
Από την πρώτην ώρα το γνωρίζαμε, όταν
πρόπερσι στην παρέα μας είχε μπει.
Μα ζούσεν απολύτως σαν κ’ εμάς.
Απ’ όλους μας πιο έκδοτος στες ηδονές·
σκορπώντας αφειδώς το χρήμα του στες διασκεδάσεις.
Για την υπόληψι του κόσμου ξένοιαστος,
ρίχνονταν πρόθυμα σε νύχτιες ρήξεις στες οδούς
όταν ετύχαινε η παρέα μας
να συναντήσει αντίθετη παρέα.
Ποτέ για την θρησκεία του δεν μιλούσε.
Μάλιστα μια φορά τον είπαμε
πως θα τον πάρουμε μαζύ μας στο Σεράπιον.
Όμως σαν να δυσαρεστήθηκε
μ’ αυτόν μας τον αστεϊσμό: θυμούμαι τώρα.
Α κι άλλες δυο φορές τώρα στον νου μου έρχονται.
Όταν στον Ποσειδώνα κάμναμε σπονδές,
τραβήχθηκε απ’ τον κύκλο μας, κ’ έστρεψε αλλού το βλέμμα.
Όταν ενθουσιασμένος ένας μας
είπεν, Η συντροφιά μας νάναι υπό
την εύνοιαν και την προστασίαν του μεγάλου,
του πανωραίου Απόλλωνος - ψιθύρισεν ο Μύρης
(οι άλλοι δεν άκουσαν) «τη εξαιρέσει εμού».

Οι Χριστιανοί ιερείς μεγαλοφώνως
για την ψυχή του νέου δέονταν. -
Παρατηρούσα με πόση επιμέλεια,
και με τι προσοχήν εντατική
στους τύπους της θρησκείας τους, ετοιμάζονταν
όλα για την χριστιανική κηδεία.
Κ’ εξαίφνης με κυρίευσε μια αλλόκοτη
εντύπωσις. Αόριστα, αισθανόμουν
σαν νάφευγεν από κοντά μου ο Μύρης·
αισθανόμουν που ενώθη, Χριστιανός,
με τους δικούς του, και που γένομουν
ξένος εγώ, ξένος πολύ· ένοιωθα κιόλα
μια αμφιβολία να με σιμώνει: μήπως κ’ είχα γελασθεί
από το πάθος μου, και πάντα του ήμουν ξένος. -
Πετάχθηκα έξω απ’ το φρικτό τους σπίτι,
έφυγα γρήγορα πριν αρπαχθεί, πριν αλλοιωθεί
απ’ την χριστιανοσύνη τους η θύμηση του Μύρη.Lokað er fyrir ummæli.