Enn eitt ljóð úr Αξιον Εστί

Enn eitt ljóð úr Verðugt er (Αξιον Εστί, frb. axjon estí) eftir Oðysseas Elytis (Οδυσσεας Ελύτης, 1911—1996).

Réttlætissól er í andanum ljómar
   og brúðarlauf þú sem lofsungið ert
ég bið að þið gleymið ei
   gleymið ei landinu mínu!

Með fjöllin sín háu í arnarlíki
   eldborgir vínviði grónar
og húsin svo hvít
   við himinsins bláma!

Snertir það Asíu á eina hlið
   við Evrópu nemur á hina
horfir þó einstakt við hafsæ
   og heiðríkju loftsins!

Hvorki rök aðkomumanna
   né kærleikur eigin niðja
aðeins harmur, vei, á alla vegu
   og vægðarlaust ljósið!

Mínar bitru hendur bera Þrumufleyginn
   á bak við Tíðina ég vendi þeim 
og ákalla svo aldagamla vini
   með ægilegum hótunum og blóði!

En horfið er allt blóð það hefur þornað
   hótanirnar grafnar, vei, í steina
og hver á móti öðrum úti setjast
   allir vindar loftsins!

Réttlætissól er í andanum ljómar
   og brúðarlauf þú sem lofsungið ert
ég bið að þið gleymið ei
   gleymið ei landinu mínu!

Brúðarlauf eða myrta (myrtus communis) er algeng jurt á Grikklandi og víðar við Miðjarðarhaf. Hún tengist bæði ódauðleika og dýrkun Afródídu ástargyðju.

Gríska orðið καιρός (keros) sem kemur fyrir í fimmta erindi hefur sömu tvíræðu merkingu og íslenska orðið tíð, getur merkt bæði tíma og veður.

Ljóðin í Verðugt er (Αξιον Εστί) hafa ekki öll sérstök nöfn en þau eru tölusett og þetta er sjötti óðurinn í miðhlutanum sem kallast Þjáningarnar eða Passían (Τα Πάθη). Fyrsti hlutinn heitir Sköpunin  (Η Γένεσις) og sá síðasti Lofsöngurinn eða Glorían (Τo Δοξαστικόν). Hin tvö ljóðin úr Αξιον Εστί sem hér hafa birst (11. des. 2009 og 14. des. 2009) eru einnig úr miðhlutanum.

Þessi ljóðabálkur er annars einhvers konar sálmur um Grikkland og stundum óljóst hvort ljóðmælandinn er skáldið eða land þess.

Á frummálinu er ljóðið svona:

Της δικαιοσύνης ήλιε νοητέ
   και μυρσίνη εσύ δοξαστική
μη παρακαλώ σας μη
   λησμονάτε τη χώρα μου!

Αετόμορφα έχει τα ψηλά βουνά 
   στα ηφαίστεια κλήματα σειρά
και τα σπίτια πιο λευκά 
   στου γλαυκού το γειτόνεμα!

Της Ασιάς αν αγγίζει από τη μια 
   της Ευρώπης λίγο αν ακουμπά
στον αιθέρα στέκει να 
   και στη θάλασσα μόνη της!

Και δεν είναι μήτε ξένου λογισμός 
   και δικού της μήτε αγάπη μια
μόνο πένθος αχ παντού 
   και το φως ανελέητο!

Τα πικρά μου χέρια με τον Κεραυνό 
   τα γυρίζω πίσω απ’ τον Καιρό
τους παλιούς μου φίλους καλώ 
   με φοβέρες και αίματα!

Μα ‘χουν όλα τα αίματα ξαντιμεθεί 
   και οι φοβέρες αχ λατομηθεί
και στον έναν ο άλλος μπαί- 
   νουν ενάντια οι άνεμοι!

Της δικαιοσύνης ήλιε νοητέ 
   και μυρσίνη εσύ δοξαστική
μη παρακαλώ σας μη 
   λησμονάτε τη χώρα μου!Lokað er fyrir ummæli.