Blóð elskunnar

Eftirfarandi ljóð er hluti af ljóðabálknum Verðugt er (Αξιον Εστί) eftir Odysseas Elytis (Οδυσσέας Ελύτης, 1911—1996). Þessi bálkur, sem út kom árið 1959, er þekktasta verk hans.

Síðasta vísuorðið er eins í öllum erindunum og þar ávarpar skáldið fjarstadda móður með orðunum Roðo mú Amaranto (Ρόδο μου Αμάραντο) sem þýða rós mín sem aldrei fölnar eða rós mín eilífðarblóm. Þessi orð tengjast Maríu guðsmóður þótt það sé ef til vill álitmál hvort skáldið ávarpar hana eða einhverja af landvættum Grikklands, enda kannski engin leið að segja á venjulegu máli um hvað Elytis yrkir.

Blóð elskunnar  prýddi mig purpura
ég hjúpaðist yndi sem aldrei var séð
í næðingi mannfólksins þraut ég og þvarr 
fjarlæga móðir, mín eilífa rós

Þeir biðu mín þar sem útsærinn opnast
á þrímastra skipum og skeytin mér sendu
synd mín að dirfðist ég sjálfur að elska
fjarlæga móðir, mín eilífa rós

Einn júlídag opnuðust með mér hið innra
augu hennar stóru en aðeins til hálfs
að bregða á meyjar líf birtu í örskamma stund
fjarlæga móðir, mín eilífa rós

Eftir það hefur snúist og geisað í gegn mér
aldanna bræði sem öskrar og hrín
„Hver sem þig litið fékk augum lifi í blóði og í steini“
fjarlæga móðir, mín eilífa rós

Landinu mínu ég líktist á ný
blómstraði í grjótinu, greri og óx
morðingja blóðskuld borga með ljósi
fjarlæga móðir, mín eilífa rós

Á frummálinu er ljóðið svona:

Της αγάπης αίματα με πορφύρωσαν
Και χαρές ανίδωτες με σκιάσανε
Οξειδώθηκα μες στη νοτιά των ανθρώπων
Μακρινή Μητέρα Ρόδο μου Αμάραντο

Στ’ ανοιχτά του πέλαγου με καρτέρεσαν
Με μπομπάρδες τρικάταρτες και μου ρίξανε
Αμαρτία μου να ‘χα κι εγώ μιαν αγάπη
Μακρινή Μητέρα Ρόδο μου Αμάραντο
 
Τον Ιούλιο κάποτε μισανοίξανε
Τα μεγάλα μάτια της μες στα σπλάχνα μου
Την παρθένα ζωή μια στιγμή να φωτίσουν
Μακρινή Μητέρα Ρόδο μου Αμάραντο
 
Κι από τότε γύρισαν καταπάνω μου
Των αιώνων όργητες ξεφωνίζοντας
«Ο που σ’ είδε, στο αίμα να ζει και στην πέτρα»
Μακρινή Μητέρα Ρόδο μου Αμάραντο
 
Της πατρίδας μου πάλι ομοιώθηκα
Μες στις πέτρες άνθισα και μεγάλωσα
Των φονιάδων το αίμα με φως ξεπληρώνω
Μακρινή Μητέρα Ρόδο μου ΑμάραντοLokað er fyrir ummæli.