Fyrsta þrepið eftir Kavafis

Eftirfarandi ljóð eftir Konstantinos P. Kavafis frá árinu 1899 er eitt af mörgum þar sem hann vísar í langa sögu Grikkja. Þeókrítos frá Sýrakúsu, sem nefndur er í annarri línu ljóðsins, var uppi á árunum 310 til 245 f. Kr. Hann bjó um tíma í Alexandríu og var þekktur fyrir skáldskap sinn um sveitasælu. Ungskáldið Evmenis er líklega tilbúningur Kavafis.

Fyrsta þrepið

Ungskáldið Evmenis kvartaði
eitt sinn við Þeókrítos og sagði:
„Í tvö ár hef ég verið við skriftir,
samið eitt hjarðljóð
og engu öðru verki lokið.
Vei mér, svo hátt, svo ofurhátt er að líta
upp stiga ljóðlistarinnar
af fyrsta þrepinu, þar sem ég stend
veslingur minn og kemst ekki ofar.“
Þeókrítos svaraði honum og sagði:
„Goðgá er svo að mæla og ekki við hæfi.
Jafnvel þótt þú standir á neðsta þrepi
skaltu samt vera stoltur og hrósa happi.
Þú ert hingað kominn og það er hreint ekki lítið;
dýrðlegt í meira lagi að ná þetta langt.
Fyrsta þrepið sem þú hefur klifið
er hátt yfir veraldarvegum.
Til að komast hér upp
þarf sjálfur, ef eigin rammleik,
að vinna sér þegnrétt í ríki andans.
Að komast í tölu fullgildra borgara
er fágætt og erfitt í þessu ríki.
Á aðaltorgi þess finnur þú löggjafa
sem aldrei láta gleiðgosa hafa sig að fífli.
Þú ert hingað kominn og það er hreint ekki lítið;
dýrðlegt í meira lagi að ná þetta langt.“

Frumtextinn:

Το πρώτο σκαλί

Εις τον Θεόκριτο παραπονιούνταν
μιά μέρα ο νέος ποιητής Ευμένης·
«Τώρα δυό χρόνια πέρασαν που γράφω
κ’ ένα ειδύλιο έκαμα μονάχα.
Το μόνον άρτιόν μου έργον είναι.
Αλλοίμονον, είν’ υψηλή το βλέπω,
πολύ υψηλή της Ποιήσεως η σκάλα·
και απ’ το σκαλί το πρώτο εδώ που είμαι
ποτέ δεν θ’ αναιβώ ο δυστυχισμένος».
Ειπ’ ο Θεόκριτος• «Αυτά τα λόγια
ανάρμοστα και βλασφημίες είναι.
Κι αν είσαι στο σκαλί το πρώτο, πρέπει
νάσαι υπερήφανος κ’ ευτυχισμένος.
Εδώ που έφθασες, λίγο δεν είναι·
τόσο που έκαμες, μεγάλη δόξα.
Κι αυτό ακόμη το σκαλί το πρώτο
πολύ από τον κοινό τον κόσμο απέχει.
Εις το σκαλί για να πατήσεις τούτο
πρέπει με το δικαίωμά σου νάσαι
πολίτης εις των ιδεών την πόλι.
Και δύσκολο στην πόλι εκείνην είναι
και σπάνιο να σε πολιτογραφήσουν.
Στην αγορά της βρίσκεις Νομοθέτας
που δεν γελά κανένας τυχοδιώκτης.
Εδώ που έφθασες, λίγο δεν είναι·
τόσο που έκαμες, μεγάλη δόξα».Lokað er fyrir ummæli.