Ljóð eftir Stasinopúlos

Mikael D. Stasinopúlos (Μιχαηλ Δ. Στασινοπουλος) fæddist árið 1903 og lést í hárri elli árið 2002. Hann var lögfræðingur og átti langan feril í grískum stjórnmálum auk þess sem hann var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hans er meðal annars minnst í sögunni vegna þess að hann var forseti Grikklands í hálft ár eftir að herforingjastjórnin var hrakin frá völdum og lýðræði endurreist árið 1974.

Ljóðið sem hér fer á eftir heitir á frummálinu To alogo tú skakiú (Τό άλογο τού σκακιού) og það þýðir orðrétt Hesturinn í skákinni. Sú þýðing gengur þó varla því á íslensku heitir þessi taflmaður riddari en ekki hestur. Mér finnst við hæfi að það heiti Gangvari.

Gangvari

Stilltur og þögull, árvökull, ábúðarfullur,
auðsveipur stekkur að svörtum reit eða hvítum,
dvelur um kyrrt og djúpt er þá hugsað,
orðlausa leiki og ógnandi reiknar hann út.

Ein hreyfing, þá tvær, ein hugsun, svo önnur.
Allt í kring, vélráðir fjendur úr tré.
Hvert ráð er að taka, með hverju skal reikna?
Aðkrepptur hugur á þröngum, ferhyrndum flötum,

fábreytnin vaxandi, lífshlaupið kunnuglegt orðið!
Hreyfing, þá tvær, ein hugsun, og aftur hin sama!
Orðlausa leiki hann reiknar og telur –

en veit samt að honum er fyrirbúið að sækja
gegn fjendum úr tré og falla sem hetja
á svörtum reit eða hvítum hjá konungi sínum.

Το αλογο του σκακιου

Προσεχτικό κι ασάλευτο, βουβό κι αφαιρεμένο,
στο μαύρο ή στ΄άσπρο , υπάκουο πηδά άξαφνα και στέκει.
Στο μαύρο ή στ’ άσπρο, ασάλευτο, βαθιά συλλογισμένο,
το σκυθρωπό κι αμίλητο παιγνίδι λογαριάζει.

Μιά κίνηση, δυό κίνησες, μιά σκέψη κι άλλη σκέψη.
Τριγύρω οι ξύλινοί του εχθροί κ’ οι επίβουλοι σκοποί τους.
Τι να σκεφθεί, να σοφιστεί και τι να λογαριάσει;
Μες στα στενά τετράγωνα εσώθηκεν η σκέψη

κ έγινε πιά μονότονη και γνώριμη η ζωή του!
Μιά κίνηση, δυό κίνησες, μιά σκέψη - η ίδια σκέψη!
Το σιωπηλό παιγνίδι του μετρά και λογαριάζει,

μα όμως το ξέρει πως γραφτό σ’ όλη είναι τη ζωή του
να ορμά μέσα στους ξύλινους εχθρούς του και να πέφτει
στο μαύρο ή στ’ άσπρο , ηρωικά, κοντά στο βασιλιά του.Lokað er fyrir ummæli.