Ljóð eftir Kavafis

Í eftirfarandi ljóði frá árinu 1911 vísar Kavafis (sjá færslu frá 7. mars) í sögu sem Plútarkos (46 – 120) segir í riti sínu um ævi rómverska hershöfðingjans Markúsar Antoníusar. Þar segir að rétt fyrir fall Alexandríu og dauða Antóníusar hafi hershöfðinginn heyrt hljóðfæraleik, söng, óp og ym af dansi. Hljóðið kvað hafa borist gegnum borgina og út um hliðið þar sem óvinaherinn beið. Fólk skildi þetta svo að guðinn Díonýsos hefði yfirgefið Markús Antoníus.

Guðinn yfirgefur Antoníus

Á miðnætti þegar heyrist allt í einu
ósýnilegur leikflokkur fara hjá,
með forláta tónlist og raddir,
þá skaltu ekki að þarflausu harma lán þitt
sem lætur nú undan síga, misheppnuð verk
og áform um líf þitt sem öll reyndust blekking og tál.
Eins og djarfur maður og viðbúinn fyrir löngu
skaltu kveðja Alexandríu, þá borg sem nú er að fara.
Umfram allt, láttu ekki glepjast, ekki segja
að þetta hafi verið draumur og heyrnin hafi blekkt þig;
þú sættist ekki við svo falskar vonir.
Eins og djarfur maður og viðbúinn fyrir löngu
skaltu gjöra hvað hæfir þér sem ert verðugur þvílíkrar borgar,
nálgast gluggann jöfnum skrefum
og hlusta snortinn, en laus við
bænir og sífur hugleysingjanna,
á forláta hljóðfæri þessa dularfulla leikflokks
uns ómurinn nær hástigi lystisemdanna og svo
skaltu kveðja Alexandríu, þá borg sem þú ert að glata.

Frumtextinn:

Απολείπειν ο θεός Αντώνιον

Σαν έξαφνα, ώρα μεσάνυχτ’, ακουσθεί
αόρατος θίασος να περνά
με μουσικές εξαίσιες, με φωνές –
την τύχη σου που ενδίδει πια, τα έργα σου
που απέτυχαν, τα σχέδια της ζωής σου
που βγήκαν όλα πλάνες, μη ανοφέλετα θρηνήσεις.
Σαν έτοιμος από καιρό, σα θαρραλέος,
αποχαιρέτα την, την Αλεξάνδρεια που φεύγει.
Προ πάντων να μη γελασθείς, μην πείς πως ήταν
ένα όνειρο, πως απατήθηκεν η ακοή σου·
μάταιες ελπίδες τέτοιες μην καταδεχθείς.
Σαν έτοιμος από καιρό, σα θαρραλέος,
σαν που ταιριάζει σε που αξιώθηκες μια τέτοια πόλι,
πλησίασε σταθερά προς το παράθυρο,
κι άκουσε με συγκίνησιν, αλλ’ όχι
με των δειλών τα παρακάλια και παράπονα,
ως τελευταία απόλαυσι τους ήχους,
τα εξαίσια όργανα του μυστικού θιάσου,
κι αποχαιρέτα την, την Αλεξάνδρεια που χάνεις.Lokað er fyrir ummæli.