Einn af guðum þeirra eftir Kavafis

Ljóðið Einn af guðum þeirra er um margt dæmigert fyrir Kavafis. Í því blandast uppreisn hans gegn púritanisma saman við vangaveltur um söguna.

Borgin Selevkía, sem nefnd er í ljóðinu, varð miðstöð hellenskrar menningar og viðskipta eftir herferðir Alexanders mikla. Hún hét eftir Selevkusi sem var foringi í her Alexanders og tók við völdum í Mesópótamíu og Persíu um 312 f.Kr.

Einn af guðum þeirra

Þegar einn af þeim gekk yfir markaðstorgið í Selevkíu,
um það leyti sem kvöld lagðist yfir, eins og unglingur,
svo íturvaxinn og fagur sem mest getur verið,
með gleði óforgengileikans í augunum
og ilm í svörtum lokkum,
þá litu vegfarendur upp og spurðu hver annan
hvort nokkur þekkti hann og hvort hann væri
sýrlenskur helleni eða útlendingur.
En fáeinir sem tóku betur eftir
skildu hvers kyns var og viku til hliðar:
og þegar hann hvarf undir súlnagöngin
inn í ljós og skugga kvöldsins í átt að borgarhlutum
sem lifna aðeins um nætur, þar sem er svall og munúð
og hvers kyns ölvun og frygð, þá varð þeim
umhugsunarefni hver af Þeim hann gæti verið
og hvaða grunsamlegu skemmtanir
hann sækti niðri á götum Selevkíu, fjarri þeim
dýrðlegu sölum sem mest eru í hávegum hafðir.

Upplestur á frummálinu er hér og gríski textinn fer hér á eftir.

Ένας Θεός των  

Όταν κανένας των περνούσεν απ’ της Σελευκείας
την αγορά, περί την ώρα που βραδυάζει,
σαν υψηλός και τέλεια ωραίος έφηβος,
με την χαρά της αφθαρσίας μες στα μάτια,
με τ’ αρωματισμένα μαύρα του μαλλιά,
οι διαβάται τον εκύτταζαν
κι ο ένας τον άλλονα ρωτούσεν αν τον γνώριζε,
κι αν ήταν  Έλλην της Συρίας, ή ξένος. Aλλά μερικοί,
που με περισσοτέρα προσοχή παρατηρούσαν,
εκαταλάμβαναν και παραμέριζαν·
κ’ ενώ εχάνετο κάτω απ’ τες στοές,
μες στες σκιές και μες στα φώτα της βραδυάς,
πηαίνοντας προς την συνοικία που την νύχτα
μονάχα ζει, με όργια και κραιπάλη,
και κάθε είδους μέθη και λαγνεία,
ερέμβαζαν ποιος τάχα ήταν εξ Aυτών,
και για ποιαν ύποπτην απόλαυσί του
στης Σελευκείας τους δρόμους εκατέβηκεν
απ’ τα Προσκυνητά, Πάνσεπτα Δώματα.Lokað er fyrir ummæli.