Demetrios konungur eftir Kavafis

Í ljóðasafni Kavafis stendur tilvitnun í ævisögu Demetriosar ofan við eftirfarandi ljóð. Ævisagan var rituð af sagnamanninum Plútarkosi, en hann var uppi frá 46 – 120 e. Kr. Tilvitnunina má þýða á þessa leið: „Ekki eins og konungur, heldur eins og leikari, sem fór í gráan serk, í stað búningsins sem hann bar í harmleiknum, og laumaðist burt.“

Demetrios konungur

þegar Makedóníumenn yfirgáfu hann
og gjörðu ljóst að þeir kysu fremur að fylgja Pyrrosi,
þá kom Demetrios konungur (stórlyndur
sem hann var) alls ekki – að því sagt er –
fram sem konungur væri. Hann
kastaði hinum gullna skrúða
og fleygði purpurarauðum
fótabúnaði sínum. Bjóst með skyndi
í látlaus klæði og kom sér undan.
Framferði hans var svipað og hjá
leikara sem að lokinni sýningu
hefur fataskipti og fer.

Demetrios Makedóníukonungur var uppi frá 336 eða 7 til 283 f.Kr. Pyrros var konungur í Epírus (norðvesturhluta Grikklands). Hann var uppi á árunum 319 til 272 f. Kr.

Þegar Pyrros (sem þekktur er af útistöðum sínum við Rómverja og pyrrosarsigar eru við kenndir) réðist inn í Makedóníu svikust hermenn Demetriosar undan merkjum og gengu til liðs við innrásarherinn.

Á frummálinu er ljóðið svona:

Ο Βασιλεύς Δημήτριος

Σαν τον παραίτησαν οι Μακεδόνες
κι απέδειξαν πως προτιμούν τον Πύρρο
ο βασιλεύς Δημήτριος (μεγάλην
είχε ψυχή) καθόλου — έτσι είπαν —
δεν φέρθηκε σαν βασιλεύς. Επήγε
κ’ έβγαλε τα χρυσά φορέματά του,
και τα ποδήματά του πέταξε
τα ολοπόρφυρα. Με ρούχ’ απλά
ντύθηκε γρήγορα και ξέφυγε.
Κάμνοντας όμοια σαν ηθοποιός
που όταν η παράστασις τελειώσει,
αλλάζει φορεσιά κι απέρχεται.Lokað er fyrir ummæli.