Stutt færsla um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópusambandið

Nú ræðir nokkur hópur félagsmanna í Sjálfstæðisflokknum um að flokkurinn ætti að beita sér fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef þeim er alvara finnst mér að þeir ættu líka að stinga upp á að flokkurinn skipti um nafn.13 ummæli við “Stutt færsla um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópusambandið”

 1. Elín ritar:

  Ósjálfstæðisflokkurinn?

 2. Jón G Snæland ritar:

  þá gæti t.d Tækifærisflokkurinn vel komi til greina. Þetta yrði þá flokkur tækifærissinna og þeirra sem létu málefnin ekki ráða heldur blésu með pólitískum vindum hverju sinni.

 3. ballign ritar:

  Þarna gætu Framsóknarmenn fengið inn Tækifærisflokkinn.

 4. Bóndi ritar:

  Ég heyrði í dag þá skoðun, hvort Ósjálfstæðsflokkurinn myndi ekki sjá eftir inngöngunni er olía fyndist í ríkum mæli við Ísland. Eða þá að fiskistofnarnir næðu sér vel á strik í kjölfar áralangrar baráttu og kvótaskerðingar við að hressa þá við. Það væri a.m.k. í samræmi við gróðahyggju þess flokks að snúa við blaðinu ef gæðingar hans væru að missa ,,aur úr aski sínum”.

 5. ballign ritar:

  Gengið inn í Tækifærisflokkinn, vildi ég sagt hafa.

 6. Haraldur Ólafsson ritar:

  Ha, ha, ætli þeir hinir sömu hugsi sér ekki að standa sjálfstæðir og óstuddir og taka á móti skipinu með gullinu frá Evrópusambandinu. Gullinu sem Grikkjum tókst ekki að klófesta en bíður okkar eins og mey í festum.

 7. Daði ritar:

  Helvítisandskotansdjöfulsinsflokkurinn ? :-)

 8. Elín ritar:

  Það er of almennt Daði. Smellpassar við alla flokka.

 9. photo ritar:

  $jálfstæðisflokkur -> €iginhagsmunar

 10. Jóhann Steinar Guðmundsson. ritar:

  ‘EG er vægast sagt ósættur við sjálfstæðisflokkinn núna. ‘Eg hætti að kjósa hann ef þeir skipta um stefnu. Þá er bara VG eftir :(

 11. banni ritar:

  Flokkurinn gæti heitið Kristilegi íhaldsflokkurinn.

 12. Ísak H ritar:

  “Valdaflokkurinn eldri”.
  Samþykkingin er “Valdaflokkurinn yngri”.

  Megi þau öll sökkva heim - til heljar -
  og hatur mitt fylgja þeim.

 13. Einar Hansson ritar:

  Photo er með bestu tillöguna hingað til.
  Þetta kjaftæði að Ísland tapi “sjálfstæði” sínu við inngöngu í ESB er mesta rugl sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég vil ekki sjá það aftur.

  Ef Íslendingar eru svo heimskir að hafna umsóknarviðræðum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá skila ég ríkisborgararétti mínum og sæki um ríkisborgararétt þar sem ég bý. Mun heldur aldrei tala Íslensku framar við börn mín.
  Hverjum er svo sem ekki sama? En ég mundi ekki vilja vera bendlaður við þjóð þar sem meira en helmingurinn eru þjóðernissinnar.

  Ef efnahagssvæði Norður Ameríku og ESB mundu ákveða að renna saman í eitt samband, WWU (Western World Union), þá mundu þessir “fullveldis”-skrattar á Íslandi örugglega halda áfram sinni einangrunarstefnu.
  Mjög kinky lið.