Gáta

Margar innum stafi standa.
Strýtur kalla flestir menn.
Í söltum mari milli landa.
Miðar fólk á tug í senn.

Fleiri gátur eru hér.5 ummæli við “Gáta”

 1. Bjarni Harðarson ritar:

  keila

 2. Bjarni Harðarson ritar:

  eða mátti kannski ekki kjafta lausninni - er reyndar ekkert viss því ég veit ekki hvenær keilur standa innanum stafi…

 3. Atli ritar:

  Spurning hvort hægt er að tala um lausn ef ekki er skýrt hvernig hún passar við allar línurnar.

 4. Eyja ritar:

  Litnæmu frumurnar í auganu kallast keilur og stafir. Strýtur eru líka kallaðar keilur. Til er fiskur er nefnist keila. Í samnefndum leik er miðað á tíu keilur.

 5. Kristjan Eiriksson ritar:

  Keilur stafa enn ur augum
  ungra meyja a Keilisnesi.
  Keilur bua i barulaugum.
  Best slair tiu keilur Pjesi.

  Saluton el esperanta kongreso en Roterdamo.