Írskir evrópusinnar

Ef evrópusinni er maður sem þykir vænt um Evrópu, evrópska menningu og alla þá dásamlegu fjölbreytni sem einkennir álfuna þá unnu írskir evrópusinnar merkilegan kosningasigur í lok síðustu viku.

Það eru annars ljótu öfugmælin þegar talsmenn Evrópusambandsins eru kallaðir evrópusinnar. Það væri nær að kalla þá sambandssinna. Það orð er bæði lýsandi fyrir afstöðu þeirra og hlutlaust um hvort sambandið er Evrópu til góðs eða ills. Kannski mætti líka kalla þá ameríkusinna því viðleitni þeirra stefnir að ýmsu leyti í þá átt að láta Evrópu líkjast Bandaríkjunum meira en hún hefur hingað til gert.

En hvaða orð sem menn kjósa að nota um þetta þá er ljóst að meiri hluti írskra kjósenda valdi að Evrópa yrði áfram Evrópa en breyttist ekki í bandaríki.Lokað er fyrir ummæli.