Færslur júlímánaðar 2007

Enn í sumarleyfi - ættarmót

Sunnudagur, 29. júlí 2007

Ég er enn í sumarleyfi og nenni ekki að skrifa um neitt alvarlegt svo hér verða engar pælingar fyrr en í fyrsta lagi eftir verslunarmannahelgi.

Öll síðasta vika fór í húsverk, tiltekt og lagfæringar eftir iðnaðarmenn sem skiptu um vatnslagnir í íbúðinni meðan fjölskyldan var suður á Krít. Rörin í ofnana voru um það bil 20 ára koparpípur og orðin talsverð hætta á að þau færu að leka. Mér skilst að þau hafi samt verið seld með loforði um 80 ára endingu. Eftir að pípulagningamenn höfðu unnið sitt verk voru öll rör ber og lágu með gólfi og veggjum. Frágangur fólst í að hylja þau með stokkum.

Á föstudagskvöldið fór ég með Hörpu og Vífli á ættarmót sem haldið var að Reykjaskóla í Hrútafirði nú um helgina. (Myndir frá mótinu eru hér.) Þarna komu saman niðjar Ragnars Þorsteinssonar (1914-1999) og Sigurlaugar Stefánsdóttur (1915-2000). Þau voru föðurafi og föðuramma Hörpu og störfuðu lengi vel við Reykjaskóla þar sem Ragnar kenndi ensku. Ég held að þau hafi komið þar til starfa um miðjan 6. áratug síðustu aldar. Þau bjuggu áður á Ólafsfirði þótt Ragnar sé frá Ljárskógaseli í Dölunum og Sigurlaug frá Smyrlabergi í Húnavatnssýslu.

Þau hjón áttu sjö syni og tvær dætur. Einn sonanna drukknaði í bernsku en hin systkinin átta náðu fullorðinsaldri og eiga nú börn og barnabörn. Eitt þeirra, Hrafn, lést fyrir aldur fram árið 2002. Hin sjö- Úlfur, Hreinn, Edda, Guðrún, Þorsteinn, Örn og Gísli- voru öll á mótinu.

Ég kynntist þeim hjónum Ragnari og Sigurlaugu nokkuð eftir að við Harpa byrjuðum saman og kunni afar vel við þau. Sigurlaug var að mínu viti traust kona og afar jarðbundinn en Ragnar nokkuð sérvitur sem birtist meðal annars í tryggð hans við Jósef Stalín, en hann hélt jafnan upp á afmæli þessa rússneska einræðisherra, enda kommúnisti af gamla skólanum.

Kominn heim

Sunnudagur, 22. júlí 2007

Við Harpa komum heim úr þriggja vikna ferð til Krítar á sjötta tímanum nú í morgun. Nokkrar myndir úr ferðinni eru hér og fleiri tínast inn á Flickr á næstu dögum.

Vid Lybiska hafid

Mánudagur, 16. júlí 2007

Skyringin a nokud longu blogghljei nu i juli er ad jeg er staddur a Krit (nanar tiltekid i Sougia a sudurstrond eyjarinnar) og nenni varla ad skrifa a griskt lykabord i 30 stiga hita.

Sidustu tvaer vikur vorum vid Harpa asamt Mana, Vifli og Elisu a nordurstrondinni rjett hja Hania en thegar unglingarnir foru heim fluttum vid hjonin okkur i dreifbylid a sudurstrondinni. I morgun gengum vid yfir svolitinn hals yfir i eydifjord thar sem i fornold stod borgin Lissos. Thar saum vid hof laekningagudsins, Asklepiusar, og talsverdan slatta af geitum sem bitu skraelnadan og kyrkingslegan grodur innan um rumlega 2000 ara gamlar husarustir. I kvold aetlum vid svo ad aka upp i eitthvert fjallathorpid og smakka a geitaostum og odru godgaeti sem hegt er ad kuapa af baendum.

Sveitir og smathorp a Krit eru annars mjog heillandi heimur. Thetta er onnur ferd okkar Horpu hingad og vonandi verda thaer fleiri thvi hjer er haegt ad vera lengi og sja samt alltaf eitthvad nytt og smakka fleiri tegundir af innlendum mat.