Nóg við að vera

Desember er annatími hjá stjórnendum framhaldsskóla. Það er verið að undirbúa brautskráningu nemenda og næstu önn. Ég hef því haft lítinn tíma til grískunáms upp á síðkastið. En það er svo sem í lagi. Mér finnst allt í lagi að kennslubókin sem ég á endist í ár eða tvö.

Síðasta föstudag hélt Rótarýklúbburinn minn upp á sextugsafmæli sitt með heilmiklum mannfagnaði í Jónsbúð við Akursbraut. Kvöldið eftir var svo „julefrokost“ hjá starfsmönnum skólans. Flestir mættu en kræsingarnar á hlaðborðinu hefðu samt dugað fyrir tvöfalt fleiri. Nokkrir komu með heimatilbúin skemmtiatriði og að þessu sinni voru þau með allra besta móti.

Í dag og í gær voru nemendur mínir í heimspeki (þ.e. áföngunum HSP103, HSP123 og HSP203) í prófum. Ég var að standa upp frá því að fara yfir þau.

Það er semsagt nóg við að vera sem er ágætt. Það er líka nóg framundan– jólahlaðborð og alls konar skemmtilegheit svo ég legg ekkert af þrátt fyrir annríkið.Lokað er fyrir ummæli.