Þriðjudagur 30. október

Nú er komið vel fram yfir miðja önn og eins og ævinlega hafa nokkrir nemendur afrekað að skrópa sig út úr skóla. Að vanda hringjum við skólastjórnendur í forráðamenn þeirra sem eru undir 18 ára áður en við vísum þeim úr einstökum áföngum eða rekum þá alveg úr skólanum. Þetta er ekki mjög skemmtilegt verk. Eigi að segja eitthvað gott um það má kannski halda því fram að það sé lærdómsríkt. Meðal þess sem maður lærir af að tala við unglinga og  forráðamenn þeirra um vandræði eins og skróp er hvað lífið í rauninni fjári erfitt þrátt fyrir alla velmegunina og ríkidæmið.

Vinnan í skólanum gengur annars sinn vanagang. Mestur tíminn fer í skrifstofustörf og að svara ýmsum smáerindum en svo eru stærri uppákomur inn á milli og flesta daga gerist eitthvað skemmtilegt sem bregður birtu yfir starfið. Í dag hitti ég til dæmist starfsbrautina (fötluðu nemendurna og kennara þeirra) úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem höfðu að gamni sínu tekið strætó hingað upp á Skaga til að heimsækja nemendur og kennara á starfsbrautinni hér. Þetta var glaðlegur hópur sem leit við og skoðaði skólann og lagði svo leið sína á safnasvæðið að Görðum til að fræðast um liðna tíma og kannski líka til að skoða steinasafnið, kortasafnið og íþróttasafnið sem þar eru.

Eftir vinnu spjallaði ég svo stundarkorn í síma við stud. jur. Mána til að óska honum til hamingju með afmælið en hann er orðinn 22 ára.2 ummæli við “Þriðjudagur 30. október”

  1. Máni ritar:

    Titillinn hjá þér er hálfu ári vitlaus…hehe

  2. Wipqjsim ritar:

    nice blog, thanks
    buy diflucan