Gargandi snilld Framsóknarmanna

Framsóknarflokkurinn lætur ekki að sér hæða. Hann ætlar í ríkisstjórn meðan hann hefur einn mann á þingi. Búinn að hrista af sér vinstra fylgið á síðustu tólf árum og nú er tækifæri til að losna við þá hægri sinnuðu með því að fara í stjórn með Samfylkingu og VG. Eftir það stjórnar hinn eini sanni íslenski Framsóknarmaður í 1000 ár landinu og ver sauðkindina, sveitirnar, samvinnuhugsjónina og völd flokksins í öllum nefndum og ráðum gegn 62 öðrum Alþingismönnum sem sækja að honum úr öllum áttum. Hvað eru menn að segja að dagar riddaramennskunnar séu liðnir?Ein ummæli við “Gargandi snilld Framsóknarmanna”

  1. Carlos ritar:

    Ég mundi líta á þetta sem gargandi snilld Sjálfstæðisflokksins. Hann græðir á kostnað Framsóknar, sbr. ummæli Jónínu Bjartmarz er niðurstöður kosninga lágu fyrir, og það er satt, sem hún segir, að það er ósanngjarnt að Framsókn skuli ein gjalda fyrir stjórnina.

    Í þeim anda er ekkert nema eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn nýti sér vilja Framsóknar til áframhaldandi samstarfs (og bæti síðan Frjálslyndum við þegar það er þörf á því). Við getum kallað þetta ójöfnuð - en meðan stjórnmálaflokkur er tilbúinn að vera senditík og skálkaskjóls … well, “aldrei kaus ég Framsókn”.