Draumaleit

Í gærkvöldi fórum við Harpa á söngleikinn Draumaleit sem er fluttur af 9. bekk Grundaskóla. Þetta var ótrúleg sýning og trúlega eru ekki mörg dæmi um grunnskólaleikrit í þessum gæðaflokki. Ég hlakka til að sjá hvað þessir krakkar gera þegar þeir koma í Fjölbrautaskólann. Fyrst þeir geta sett upp söngleik sem hvaða framhaldsskóli sem er væri stoltur af verða þeir þá ekki eins og atvinnuleikarar áður en þeir ljúka framhalsskóla?Lokað er fyrir ummæli.