Dagurinn í dag

Í dag var venjulegur fimmtudagur í skólanum. Ég að rétta úr mér eftir þursabit sem ég fékk á sunnudaginn. Veröldin svona að mestu leyti á réttu róli. Radison SAS búið að ákveða að hýsa bara góða ferðamenn og sólin farin að hækka nóg á lofti til að enn sé bjart þegar ég labba heim úr vinnunni. Gæti ekki mikið betra verið.

Vinnudagurinn endaði annars á fundi með bæjarstjórnarmönnum hér á Akranesi sem vilja skólanum vel og eru að kanna kosti á að bærinn veiti honum meiri stuðning. Á undan þeim fundi var kennarafundur. Fyrir hann var ég að yfirfara gögn um námsframboð á næstu önn. Þau þurfa að vera tilbúin fljótlega því nú styttist í að nemendur skrái val fyrir haustönn 2007. Inn á milli annarra verka tók ég svo saman slatta af ljósmyndum til að sýna í tilefni af afmæli skólans.Lokað er fyrir ummæli.