Umhverfispólitík og þörfin fyrir óvini

Í gær var ég að velta því fyrir mér hvers vegna íslenskir náttúruverndarsinnar leggja miklu meiri áherslu á baráttu gegn virkjunum, sem valda fremur litlum skaða á umhverfinu, heldur en á brýn viðfangsefni eins landfok og gróðureyðingu.

Ég giskaði á tvenns konar ástæður. Önnur er að pólitík græningja snýst ekki síður um andstöðu gegn módernisma og markaðsbúskap en um eiginlega náttúruvernd. Hin er að þeir grænu hér á landi fylgja línu frá alþjóðahreyfingum sem leggja megináherslu á orkumál um þessar mundir.

Kannski eru ástæðurnar fleiri. Ein sem ég held að hafi eitthvað að segja er að róttækar stjórnmálahreyfingar þurfa á óvinum að halda. Þær þurfa að geta bent á einhverja vonda, einhverja skúrka sem hægt er að beina reiði sinni gegn. Þetta er erfitt að gera ef áherslan er fyrst og fremst aðgerðir gegn gróðureyðingu. Sauðfjárbændur eru ekki heppilegur óvinur og erfitt að kynna þá til sögu sem handbendi hins illa. Þeir eru of nálægir okkur. Flestir þekkja einn eða tvo og vita að þeir eru vænstu menn og þykir vænt um landið sitt.

Eigendur alþjóðlegra stórfyrirtækja sem vilja kaupa íslenska raforku eru hins vegar fjarlægir, hæfilega mikið öðru vísi og nægilega flækir í misgæfulega pólitík til að hægt sé að gera þá að skúrkum: Óvinum af því tagi sem skapa samkennd og samstöðu.Lokað er fyrir ummæli.