Ekkert að segja

Ég kom heim af Rótarýfundi um lukkan hálf níu. Byrjaði á að skrifa fundargerð þar sem ég er ritari klúbbsins þetta árið. Síðan hef ég hangið í tölvunni og nú er klukkan orðin 11:15 og tími til kominn að fara að hætta þessu hangsi.

Um leið og ég leit yfir skrif á vefnum eins og http://www.andriki.is/ og http://www.berlingske.dk/sem ég les flesta daga kláraði ég að ganga frá texta fyrir tímarit sem bað mig að segja eitthvað gáfulegt um vímuefnavandann.

Oftast nær segi ég nei þegar ég er beðinn að segja eitthvað gáfulegt í tímarit eða fjölmiðla. Það er eins og sumir haldi að af því maður hefur birt nokkrar greinar um heimspekileg efni þá geti maður með lítill fyrirhöfn sagt eitthvað af viti um næstum hvað sem er. En sannleikurinn er sá að ég er mjög lengi að skrifa texta um alvarleg mál og þessi eina vélritaða blaðsíða sem ég lofaði að skila hefur kostað mig talsvert marga klukkutíma. En hún er nú tilbúin og nú fer ég að slökkva á tölvunni.Lokað er fyrir ummæli.