Sveinspróf í trésmíði, 16 ára afmæli, Oliver Stone og bókapakki frá Amazon

Um helgina voru 10 nemendur í sveinsprófi í trésmíði við tréiðnadeild FVA. Sveinsstykkin voru til sýnis milli klukkan 5 og 6 í dag svo ég endaði vinnudaginn á trésmíðaverkstæði skólans innan um stolta kennara og nýbakaða húsasmíði. Allir nemendurnir stóðust pófið og eftir því sem ég hef vit á að dæma voru snúnu tréstigarnir sem þeir smíðuðu allir ágæta vel gerðir. Ég set eina mynd sem ég tók við þetta tækifæri inn á ljósmyndavefinn flickr.com (sjá hér til hægri).

Dagurinn byrjaði annars á að ég stökk út í bíl og sótti afmælisgjöf hana Vífli sem hafði verið falin í skottinu. Hann varð 16 ára í dag og í tilefni af því fengum við okkur Subway samlokur í kvöldmat og horfðum svo á vídeó saman. Vífill valdi myndina: World Trade Center eftir Oliver Stone. Hún var mun betri en ég bjóst við.

Meðan við vorum að horfa á myndina hringdi dyrabjallan- pósturinn að koma með bókapakka frá Amazon. Með sama áframhaldi styttist í að við Harpa fyllum þessa rétt rúmlega 300 rúmmetra íbúð okkar af bókum. Best að hætta þessu snakki og snúa sér að lestri.Lokað er fyrir ummæli.